Athyglisvert

,,Norska ríkisstjórnin er að undirbúa löggjöf þar sem samkynhneigðir fá sömu réttindi og gagnkynheigðir, til hjónavígslu í kirkju. Norska blaðið Aftenposten segir að þessar fréttir hafi lekið út um fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar. Varaformaður Kristilega þjóðarflokksins segir að þeir séu í losti yfir þessum tíðindum, og muni berjast með kjafti og klóm gegn frumvarpinu".

 

Af hverju er þetta ekki kosningamál? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veit ekki mér finnst ekki hægt að kjósa um mannréttindi í þessu máli, hér tala ég um þjóðkirkju okkar íslendinga sem er ekkert nema ríkisstofnun og getur ekki og á ekki að hafa neitt val á meðan hún er rekin með almannafé.

DoctorE (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 21:54

2 Smámynd: Birgir Elíasson

Auðvitað á kirkjan að hafa val um það hvort hún gefi saman samkynhneigða. Hinsvegar ætti að leggja af þjóðkirkju. Það er bara allt annað mál.

Birgir Elíasson, 11.5.2007 kl. 23:49

3 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Það er náttúrlega svo einfalt að annað hvort verður þetta batterí afsniðið frá ríkinu eða þjóðkirkjan sætti sig við fjölbreytileika þjóðfélagsins í allri sinni dýrð. Reyndar er það hér sem aðalvandamálið er:

Hjúskaparlög

Lög um staðfesta samvist

Þarna þarf að verða breyting með því að einfaldlega fella réttindi samkynhneigðra inn í Hjúskaparlögin. Skil ekki hvers vegna það var ekki bara gert til að byrja með í stað þess að búa til einhver sérlög.  

Laufey Ólafsdóttir, 12.5.2007 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband