31.10.2007 | 05:25
Egill og ímyndaðar brennur
Skrifaði þetta sem komment hjá Agli, á heimasíðu hans. Ummæli mín voru fjarlægð.
Bókmenntir eru æðislegar, því verður aldrei neitað. Það er kannski þess vegna að mér finnst pínlegt að lesa skrif Egils Helgasonar þegar hann líkir umburðarlyndi fólks við nasista og sturlaða fylgjendur Savonarolas.
Óneitanlega minna orð hans á dæmisögu Æsóps þegar maðurinn státar sig af því að vera bestur meðal allra dýra. Og til að sýna mátt sinn vísar þessi tiltekni maður á styttu af Herakles og segir við ljónið: sjáðu nú hversu megnugur maðurinn er. Svarið sem ljónið gefur er einfaldlega: ,,Það sannar ekkert, það er einfaldlega bara vegna þess að maðurinn skapaði þessa styttu sjálfur."
Boðskapur sögunnar er því sáraeinfaldur: sitt sýnist hverjum.
Að mati Egils er tilraun fólks, á þessu skeri til að reyna vekja aðra til umhugsunar um firringu bókarinnar Tíu Litla Negrastráka lögð að jöfnu við bókabrennur nasista. Að sama skapi er gert tilraun til að fegra lofræður þeirra sem hampa bókinni sem meistaraverki sem eigi sér varla hliðstæðu í íslenskri bókmenntasögu. Líkt og verkið væri sambland af Laxness og Kjarval með vott af Hannesi Péturssyni.
Þrátt fyrir að tilraun ákveðinnar klíku hérlendis til að reyna tengja þessar teiknaðar myndir við helstu listsköpun sem fyrirfinnst erlendis er grátleg, þá er verra að hlusta á suma, og mun verra að lesa skrif annarra. T.d. segir einn viðmælandi í Ísland í dag þegar Mörður minnir á hversu firrtar myndirnar séu ,,er þá ekki bara hægt að uppfæra myndirnar?" Þetta sýnir að umræðan er á villigötum.
Aðrir segja að þetta sé list, aðrir líta ekki í bókina og minnast þess óljóslegt að hafa lesið hana, eða að hafa látið lesa hana fyrir sig fyrir svona þrjátíu árum jafnvel. Og segja svo: Mér fannst hún bara ekkert ljót. Alltaf gott að hafa skoðun á málum sem maður hefur enga þekkingu á. Sjónvarpið sér til þess. Fólk er þó að kaupa bækur - það er jákvætt.
Egill:
,,Negrastrákabókin hefur engar slíkar skírskotanir hér á landi sem talað er um í bloggfærslu míns ágæta vinar Gauta Eggertssonar".
Máli sínu til stuðnings, eins oft áður, þá fleygir Egill þessum orðum fram án þess að útskýra þau nánar. Líkt og um boðorðin sjálf væri að ræða. Bara því Egill neitar að horfa í augu við staðreyndir málsins þá er málið talið útrætt. Eitt núll fyrir Agli. Ferð til Naxos í boði. Nóg að gera að koma með hræðsluáróður, líkt og tekið sé beint úr smiðju öfgrahægrisinna.
Að vísu nefnir hann að hann hafi nú lesið bókina fyrir son sinn og litli snáðinn hafi bara haft gaman að. Gott og blessað með það. Samkvæmt þeim rökum, ef Hitler hefði átt barn og lesið fyrir það bók með titlinum Kriegsanstifter þar sem gyðingurinn, eða réttast sagt júðinn væri sýndur með uggvænlegt nef sem gæfi til að kynna slóttugt eðli hans og nísku þá væri allt í stakasta lagi. Bara svo það sé á hreinu þá er ég ekki að líkja Agli við Hitler. Egill er ekki stórmenni í mannkynssögunni og verður það aldrei.
Að sama skapi sýnir þetta dæmi hversu firrt rökin hans Egils eru. Ef barn hans er alið upp þannig að því sé innrætt, að það sé í lagi að drepa negra þá hlýtur eitthvað að vera að heima hjá Agli. Ekki nóg með það þá hann kýs að sniðganga þær röksemdir sem komu fram á heimasíðu Gauta heldur kastar hann fram í gríni, að minnsta kosti gerir hann tilraun til að vera fyndinn, að umræðan um staðalímyndir sé bara vitleysa.
Mér er spurn. Eru staðalímyndir af hinu góða? Hvað myndi Egill segja t.d. við því ef ég gæfi út vísu þar sem hamrað væri á því hversu gráðug feitu börnin séu, hvernig þau arðræna þriðja heiminn með ofsafegnu áti allar stundir; hvernig það sé ómögulegt með öllu að skilja slík börn eftir því þau kafna úr áti, eða springa úr græðgi, og eru alltaf útötuð í matarflekkum? Bókin gæti fengið titilinn Tíu feitir hrokkinhærðir strákar. Hún yrði síðan lesin á öllum leikskólum og ef pabbi spyr: "eru þau eitthvað öðruvísi" þá myndi sonurinn segja: Nei, þau eru bara svo feit! Jé minn eini! Svakalega yrði það fallegur heimur.
Það læðir samt grunur að mér að Egill væri ekki snöggur að hefja málsvörn þeirrar bókar, er þó ekki viss. Hann er líklegur til alls. Allavega myndi ég ekki gera það. Hins vegar er þetta dæmi um feitu börnin samt ekki nærri því nógu sterkt til að lýsa þeim duldu merkingum og sýnilegu svívirðingum sem bókin Tíu Litlir Negrastrákar býr yfir.
,,Og eins og Kolbrún Bergþórsdóttir bendir á þá enda negrastrákarnir vel. Síðasti strákurinn fer í bíó, hittir stelpu, þau eignast fullt af börnum og eru hamingjusöm það sem eftir er. Fara og uppfylla jörðina".
Ég verð bara að lýsa furðu minni á hversu heimskulegt það sé að láta það eftir sér að kvæði skuldi enda vel þó að níu strákar hafi látið lífið, eða jafnvel misst útlimi eða orðið fyrir niðurlægingu. Varla endar bókin vel því aðeins einn þeirra situr eftir? Jú, samkvæmt Kolbrúnu og Agli. Því hann eðlar sig eins og kanína, sem er víst þekkt staðalímynd tengd við fólk með dökkt hörund.
Sagt er frá því í bókinni Toms, Coons, Mulattoes, Mammies and Bucks að staðalímyndin ,,buck"(geithafur, satýr eða hver sem þýðingin yrði á íslensku) hafi fyrst komið fram í kvikmyndmiðlinum í myndinni Birth of a Nation.
Buck er semsagt óstjórnlega graður blökkumaður sem leggur sífellt á ráðin um að komast í bólið með hvítri konu. Eða með öðrum orðum:
The brute caricature portrays Black men as innately savage, animalistic, destructive, and criminal -- deserving punishment, maybe death. This brute is a fiend, a sociopath, an anti-social menace. Black brutes are depicted as hideous, terrifying predators who target helpless victims, especially White women.
Þessi ótti hefur komið fram í bloggheimum, hins vegar gat þýðandinn á sínum tíma ekki hugsað sér að negri myndi sænga saman hjá hvítri og því er hún gerð að negrastelpu.Þessi hræðsla við villta svertingann kom kannski berlega í ljós fyrst þegar íslensk stjórnvöld sáu til þess að svarta ógnin steig ekki fæti á íslenska grund á meðan á stríðinu stóð og jafnvel fram eftir stríð. Maður spyr sig, var þetta kvæði jafnvel sungið á heimilum ráðamanna sem ákvaðu þetta á sínum tíma?
,,Ef út í það fer má líka segja að miklu verri skrumskæling á svörtu fólki blasi við okkur hvern dag í sjónvarpinu - í endalausum myndböndum þar sem ungir þeldökkir menn með gullkeðjur um hálsinn fara með einhvers konar músík en fáklæddar konur hrista á sér rassinn allt í kringum þá. Sumt af þessu kallast gangstarapp. Í því felst einkennileg upphafning á smákrimmahætti; eins og það sé æðsta markmið hvers ungs blökkumanns að vera glæpon. Þetta er daginn út og inn í sjónvarpinu, sérstaklega á stöðvunum sem börnin og unglingarnir horfa á, en yfir þessu heyrir maður samt ekki kvartað".
Gangster rap er staðreynd, hún er samt markaðsvara rétt eins og Christina Aguilera, Britney Spears og hvað sem hinar dúkkurnar heita. Ef salan er skoðuð er það augljóst að það eru úthverfabörn, sérstaklega efrimillistéttarbörn í Bandaríkjunum sem festa kaup á slíkri tónlist eins og ,,gangster rap". Ég get nú ekki sagt það ég hafi fyllst stolti þegar ég sá myndband með 50 Cent, hins vegar er fátt sem ég get gert í því. Það er ekki eins auðvelt að fást við mulningsvél Hollywoods og tónlistarbransans, sem oftar en ekki er samtvinnuð, en að fást við bókaútgefanda sem ákveður að endurútgefa úrelta bók sem ber vott af rasisma.
Því miður sér 50 Cent eins og margir samstarfsbræður hans hag sinn í því að græða og lifa þessu bófalífi. Aftur á móti er öll tónlist á Popptíví og FM og allt þetta rusl vafasamt að mínu mati hvorteð. Það eru ekki bara bófrapparar sem eru að brengla sjálfsmynd heillar kynslóðar - það er líka píkupoppið og þau áhrif sem það hefur á ungar stúlkur.
Hvað sem því líður þá held ég að ég myndi kannski frekar kjósa að vera ríkur bófi - samanber Scarface eða James Cagney heldur en heimskur, latur eða falla fyrir hendi tryllts nauts. Svo einfalt er það.
,,Nokkur dæmi frá Agli"(Eða óljósar getgátur): Nokkur andmæli frá mér.
,,Í klassískri sænskri bók, Bombí Bitt, er sagt frá hrossaþjófinum Niels Galle, sem er skemmtileg andhetja. Hann segir strákunum sem eru aðalpersónur bókarinnar frá því hvernig hann komst inn í leynifélagið Kuk Lux Lan. Það var með því að skjóta gyðing og setja byssuna í vasann á negra sem svo var hengdur fyrir vikið. Þetta er ein skemmtilegasta barnabók sem hefur verið skrifuð".
Ég játa fáfræði mína, hef ekki lesið þessa bók. Kíkti þó á gagnagrunn Lund háskólabókasafnins, næg eintök til. Hlakka til að komast í hana. Verð samt að setja spurningumerki við það að barnabók sem lýsir því hvernig saklaus maður er hengdur fyrir morð, gæti talin verið til skemmtunar". Kannski hlakkar í Agli þegar farið er með stúlkuna í gasklefann í Auschwitz. http://youtube.com/watch?v=yFYplbiL40w
Er þetta eitthvað sem fær Egil til að hlæja á kvöldin yfir poppi og kók? Þetta er mun virkari leið til að drepa júða, smala þeim saman, í staðinn fyrir að kviðrista einn.
,,Við getum nefnt Ólíver Twist með sinn Fagin, hreinræktaða staðalímynd hins ágjarna gyðings".
Já, það er einnig til útgáfa Will Eisners sem segir sögu Fagins. Hún er góð. Annars skil ég ekki tilganginn með því að telja upp aðrar staðalímyndir. Er það til að reyna að villa fyrir umræðunni, að ýja að því að fólk vilji banna eða brenna þessar bækur? Mér hefur aldrei dottið það til hugar. Veit að Dickens meinti ekkert illt, er líka handviss um að Dickens hafi verið að sofa hjá þeldökkum konum í ferð sinni til Ameríku, þannig að Dickens er bara í ,,gúddí" hjá mér. Dickens er líka einn mesti höfundur bókmenntasögunnar, gæti vitnað í Dóstjóevskí eða Eisenstein þar.
,,Bækur Kiplings. Með sinni upphafningu á nýlendustefnunni".
Þó svo að einhverjar bækur Kiplings fáist við nýlendustefnu Breta á Viktoríutímabilinu þá sé ég ekki tengslin við bókina sem um ræður. Enn og aftur stórkostlegur höfundur.
,,Kofi Tuma frænda. Karlinn er dæmigerður fyrir hinn auðsveipa svertingja sem lætur hvíta manninn kúga sig".
http://en.wikipedia.org/wiki/Uncle_Tom%27s_Cabin". Held að Egill þurfi að lesa þessa bók, sem ég efast stórlega að hann geri eða hafi gert. Ég hef lesið hana hins vegar og mér þótti hún bara góð, rétt eins og Roots.
Uncle Tom's Cabin is dominated by a single theme: the evil and immorality of slavery. While Stowe weaves other subthemes throughout her text, such as the moral authority of motherhood and the redeeming possibilities offered by Christianity, she emphasizes the connections between these and the horrors of slavery. Stowe pushed home her theme of the immorality of slavery on almost every page of the novel, sometimes even changing the story's voice so she could give a "homily" on the destructive nature of slavery (such as when a white woman on the steamboat carrying Tom further south states, "The most dreadful part of slavery, to my mind, is its outrages of feelings and affections-the separating of families, for example."). One way Stowe showed the evil of slavery was how this "peculiar institution" forcibly separated families from each other.
Nota bene: ekki gleyma því sem Egill segir hér:
,,Við tókum satt að segja ekki eftir því að neitt væri að bókinni. Vorum heldur ekki að leita að því. Kannski erum við svona slappir í að greina staðalímyndir".
Hann er samt furðu góður að finna þær í Kofa Tómasar frænda. Eða er staðalímynd flóknara hugtak en það sem er ,,dæmigert"?
,,Kvikmyndina Birth of a Nation, merkilegt listaverk, gallað, en kannski fyrstu bíómyndina í nútíma skilningi".
Sé ekki hvernig Birth of a Nation eigi að teljast vera gölluð. Þetta er eins og kasta því fram að Andalúsíuhundurinn eða Citizen Kane séu gallaðar án þess að rökstyðja mál sitt. Egill er gjarn á að gera það nefnilega. Leikstjóri hennar ásamt Eisenstein eru brautryðjendur. Játa að það koma fordómar fram í henni; hún er samt meistarverk. Myndi þó aldrei hvarfla að mér að láta banna hana, hún á heima á söfnum og eða í DVD söfnum fullorðinna en ekki sem barnagæla eða jólavísa barna.
,,Stikkilsberja-Finn og Tuma Sawyer. Þær hafa raunar þegar verið gerðar útlægar úr mörgum bandarískum menntastofnunum; slíkt er andrúmsloftið þar".
Það er enginn sem vill banna Mark Twain eða Harry Potter ef út það er farið. Myndi samt ekki lesa kvæðið Ten Little Niggers fyrir barnið mitt.
,,Max og Móritz þar sem tveir pattaralegir þýskir drengir eru malaðir í myllu og svo étnir af hænsnum. Eða breytir einhverju að þeir eru hvítir?"
Já, það skiptir máli. Þarf að tyggja þetta ofan í manninn?
,,Áður hefur verið fjallað um Tinna í Kongó og Línu í Suðurhöfum".
Hér er öll greinin aftur:
,,Kannski mætti gefa út einhvers konar index librorum proibitorum um barnabækur. Lista yfir bækur sem þarf nauðsynlega að banna. Eða er jafnvel búið að banna?"
Kaþólikkar, þarf að segja meira? Næst mun Egill ásaka okkur um að hafa reynt að bregða fæti fyrir Galíeó, eða hafa sett Bruno fyrir auto da fé og síðan kveikt í honum á sínum tíma. Kannski í frístundum okkar viljum við banna getnaðarvarnir.
,,Þar væri að finna Tinna. Sérstaklega Tinna í Kongó. Líka Tinna í Sovétríkjunum. Seinni Tinnabækurnar eru kannski í lagi."
Tinnabækurnar eru æðislegar. Tinni í Kongó er barn síns tíma, sem Hergé sá jafnvel eftir síðar. Bókinni hefur verið breytt og það er lítið hægt að gera í því. Persónulega fyrir mitt leyti finnst mér það skárra að Tinni sé að kenna börnum stærðfræði fremur en að boða heimsvaldastefnu( þetta orð er drepfyndið í samhengi við Belgíu) Belga. Egill hlýtur að vera sammála því. Eða er það allt gott og blessað að arðræna heila álfu?
,,Og Andrés Önd. Svíar vildu banna hann hér um árið vegna þess hvað fjölskyldutengslin í Andrési eru annarleg. Hann er heldur ekki í buxum".
Ég get ekki svarað fyrir tepruskap nokkurra Svía. Mér finnst Andrés bestur án buxna, rétt eins og Howard the Duck og fleiri endur.
,,Það mætti banna Múmínálfana. Kvenstaðalímyndirnar þar eru yfirgengilegar. Múmínmamma er alltaf að hella upp á kaffi og baka pönnukökur. Snorkstelpan hugsar um ekkert annað en að punta sig".
Hugsanlega mætti banna Þórberg því hann talar um vændiskonur í skrifum sínum og útlistar kynni sín af þeim. Tengist það samt umræðunni um rasisma? Bendi ennfremur á það mér finnst gaman að baka og að búa mér til te. Það er mun ákjósanlegra heldur en t.d. að hengja sig eins og kemur fram í kvæðinu Ten Little Niggers. Það mætti jafnvel banna Odysseifskviðu því Odysseifur leikur sér við kvensur um öll höf, á meðan hún Penélópe greyið heklar eða saumar, eða hvað sem hún gerir nú til að tefja fyrir vonbiðlum sínum. Þessi nálgun er vægast sagt fáranleg. Það er þó fallegt að Egill skuli hugsa um staðalímyndir kvenna; sérstaklega þar sem honum er svo uppsigað við femínista almennt.
"Soffía frænka í Kardimommubænum er líka staðalímynd. Hún er alltaf að taka til og skammast".
Er þessi setning grín? Kannski ættir Egill að kynna sér hvað staðalímynd er.
,,Ég er opinn fyrir tillögum um fleiri bækur sem mætti setja á þennan lista. Sendið mér tölvupóst. Tengillinn er hérna ofarlega til vinstri á síðunni - silfuregils@eyjan.is".
Frekar eyði ég mínum tíma í að lesa bækur og þekkja þær heldur að láta aðra benda mér á fleiri bækur til að slá um mig með til að mynda mér pópulismaskoðun.
Athugasemdir
Gott innlegg í umræðuna. Ég segi bara hreint út: Út af markaðinum með þessa bók 10 litlir negrastrákar. Ef rýnt er í bakgrunninn á þessari bók og í hvaða tilgangi hún kemur út (eins og Gauti Eggertsson gerir), þá er þetta hreinn og beinn rasismi! Ef einhverjir vilja kalla þetta bókabrennur nasista, þá þeir um það. Bara útaf markaðinum með þessa meiðandi og niðurlægjandi bók!
Ruth Ásdísardóttir, 31.10.2007 kl. 14:02
Takk fyrir það.
Mér finnst hún mega vera upp á safni ... finnst bara stórfurðulegt að gefa hana út rétt fyrir jól. Árið er víst 2007, ekki 1907.
Marvin Lee Dupree, 31.10.2007 kl. 23:25
Mér finnst rasisminn í tíu lítlu negrastrákum alveg augljós. Ég skil ekki hvernig sumt fólk getur haldið því fram að það sé engin rasismi í bókinni og aðrir að það þurfi ítarlega þekkingu á sögu bókarinnar í bandarísku samfélagi til að átta sig á rasismanum. Ég bara skil ekki þessi viðhorf. Ég pottna heldur ekkert í því fólki sem heldur að bókin sé bara rasísk í bandaríkjunum, í bandarísku samhengi, en sé saklaus saga á Íslandi. Ég held að fólki finnist bara erfitt að viðurkenna að það hafi sungið rasistavísur sem krakkar.
Bókin er engu betri í íslenskri þýðingu en frumtextinn eða aðrar þýðingar. Ég held að engum nema íslendingum myndi detta í hug að endurútgefa svona verk og að hún kæmist auðvitað hvergi á vinsældalista. Hvað segir þetta okkur um íslenskt þjóðfélag?
Verkið tíu litlir negrastrákar virðist hafa verið gert eingöngu til að gera lítið úr blökkumönnum. Þá fordómar finnist í öðrum verkum, þá held ég að þau verk hafi oft eitthver bókmenntaleg gildi sem negrasagan hefur ekki. Er rétt að bera fyrir sig prentfrelsi til að verja réttinn til að niðurlægja minnihlutahópa?
Fordómarnir virðast vera orðnir yfirgengilegir á Íslandi. Viðbrögð margra á Íslandi við kjánalegur orðum James Watson voru til dæmis mjög heimskuleg og dæmi um fordóma.
Oddgeir Ottesen (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 07:00
Vá, Marvin. Ég er orðinn orðlaus í fyrsta sinn. Bara bravó.
Paul Nikolov, 1.11.2007 kl. 10:26
Takk, Paul!
Oddgeir, gæti ekki verið meira sammála þér.
Marvin Lee Dupree, 1.11.2007 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.