1.11.2007 | 14:41
Egill og brenndar bækur II
,,Að gefa út rasíska bók er að loka á jafnrétti. Að brenna sömu bók í táknrænni athöfn er að opna fyrir umræðu um hvernig samfélagi við viljum búa í og með því að hafna hlutum sem eru fordómafullir opnum við á jafnrétti?"
http://youtube.com/watch?v=DybaKFx1i_8
Ég las þessi athyglisverð orð Katrínar Önnu á bloggi hennar og verð ég að játa að þessi orð vöktu mig til umhugsunar; auðvitað komu upp klisjur eins og orð Heines ,,Whenever books are burned, men also in the end are burned" Því miður finn ég þetta ekki á þýsku þannig ég læt þar við sitja. Samt þegar ég hugsa um þessi orð hans þá held ég að það hafi aldrei hvarflað að honum að þau yrðu notuð til að vara við hættur nasismans, sem eru vitaskuld skiljanleg tilhugsun. Allra síst hefðu honum dottið það í hug að þessi orð yrðu notuð til að verja kynþáttahyggju bókarinnar Tíu litlir negrastrákar. Heine skrifaði t.d. höfundi bókarinnar Uncle Tom's Cabin og þakkaði henni fyrir vel unnin störf í þágu mannréttinda; sem og Dickens, George Sand og Viktóría drottning[1]. Tolstoy vísar meira að segja í bókina þegar hann fjallar um hvað list sé. Við vitum sennilega samt aldrei hvort að Tolstoy hefði bætt við Tíu litlum negrastrákum sem dæmi um hvað teldist til háleitinnar listar, þ.e.a.s. ef hann hefði lifað lengur. En hver veit?
,,Because of Heine's Jewish background, the Nazis insisted that the poet's songs should be marked 'author unknown' in poetry collections". Ekki nóg með það að fræg verk eftir gyðinga hafi verið brennd, og merkilegt folk innan trúarinnar send til gasklefana, heldur var það markviss stefna nasistanna að útrýma þessu fólki. Jú, hvernig tókst þeim það? Með því að ala á ótta og andsemísk öfl sem höfðu verið til í nokkrar aldir. Enn fremur voru fjölmiðlar notaðir, flestir kannast við Triumph des Willens. Þó kannast ekki allar við þær skopmyndir sem voru notaðar til að lítilsvirða gyðinga, eða hvernig þessi áróður var notaður til ,,afmennska" þetta folk. Sambærilegt dæmi eru teikningar Dr. Seuss sem notaðar voru í áróðursskyni og vita allavega sumir hvernig fór fyrir Japönum í Nagasaki og Hiroshima og á meðan á stríðinu stóð hvað gerðist í Bandaríkjunum.
http://www.calvin.edu/academic/cas/gpa/sturmer.htm
http://www.fpp.co.uk/BoD/origins/caricatures_collection.html
http://www.dartmouth.edu/~hist32/History/S31%20-%20The%20Dark%20Side%20of%20Dr.%20Seuss.htm
Hver ætlar að neita að þessar myndir séu rasískar? Skiptir umræðuhefðin máli? Við náttúrlega tókum ekki þátt í að smala saman Japönum. Okkur þætti samt skrítið að sýna börnum okkar þessar myndir Dr. Seuss. Eða verður þetta í lagi því það er þýdd vísa og Muggur?
Egill:
,,Raunar segir í grein um Fischer sem ég birti hér á vefnum um helgina að hann hafi legið í Mein Kampf og slíkum ritum, og ekki farið leynt með aðdáun sína á Adolf Hitler".
Til að benda á galla Fischer vísar Egil Helgason í lesvenjur Fischers og ber honum söguna ekki vel, hann er gyðingahatari. Það vitum við öll. Samt spyr maður sig. Ef menn liggja yfir rasískum barnabókmenntum á miðjum aldri, hlýtur maður þá ekki að draga álytkun um það að viðkomandi hafi þannig skoðanir? Eða eru það rök Egils? Eða verða menn að lofsema Hitler eða höfundinum sjálfum? Eða á textinn sér kannski ekki líf? Derrida sagði víst ,,There´s no racism without a language".
http://kristjanb.blog.is/blog/kristjanb/
Eftir að hafa breytt bloggfærslu sinni þá vísar Egil í Kristján fyrrum bókmenntafræðinema sem segir:
,,En fyrst að við erum vanbúin og höfum í raun mjög litlar rannsóknir í höndunum um sögulegar víddir kynþáttahyggju á Íslandi og lifandi umræðuhefð um málið verða menn svolítið æstir og sækja því um leið nánast beint í umræðuhefðina eins og hún hefur t.d. þróast í Bandaríkjunum, þar sem hún er eðlilega hluti af réttindabaráttu svartra, sbr. hina áðurnefndu bloggfærslu Gauta Eggertssonar. Það gengur hins vegar ekki nema upp að vissu marki. Saga íslenskrar kynþáttahyggju er örugglega ekkert í grundvallaratriðum öðru vísi en saga annarrar kynþáttahyggju en hún byggir ekki á skipulögðu þrælahaldi og kerfisbundinni kúgun annars kynþáttar. Við erum einfaldlega að taka fyrstu skrefin núna þessi misserin í veröld sem sprengir þá gagnhvítu veröld sem flestir Íslendingar eldri en þrítugir ólust upp í. Ég veit að málið snýst um tilfinningar aðstandenda og ótta foreldra og ættingja við viðtökur samfélagsins við börnum sínum og sínum nánustu en séð úr kaldrananum verða viðbrögðin oft glannalega vanstillt og munu ekki leiða til neins skilnings á hlutverki kynþáttahyggju í íslensku samfélagi".
Gott og vel. Til að einfalda málin nánar skal ég gera grein fyrir minni afstöðu. Það er engin að tala um umræðuhefð. Og hvað þýðir það nákvæmlega? Það er nefnilega lítil umræðuhefð um kynþáttahyggju á Íslandi, þannig það eru mistök að sækja í ,,umræðuhefð" - nei, afsakið menningarsögu þjóða og sögu kynþáttahyggju undanfarnar aldir? Hefur Ísland þá aldrei mótast af erlendum straumum? Kom þessi bók ekki út í þýðingu? Hættir hún að hafa öll þessi tengsl? Góð bókmenntafræðileg túlkun.
Þessi rök verða enn spaugilegri ef rýnt er í þær bækur sem Egil vitnar í blogginu sínu. Jú, það er nú lítil umræðuhefð fyrir slátrun gyðinga. Já, þessi meginlandssaga er furðuleg, ekkert slæmt sem gerðist í Antioch eða Armeníu nei....
Ísland er undanskilið frá því að sýna umburðarlyndi...* hóst*
Erum við ekki sammála um það að bókin í eðli sínu er rasísk og myndirnar jafnvel verri? Eigum við þar af leiðandi að álykta sem svo að Ísland er sérfyrirbæri hvað varðar myndun skoðanna og jafnframt hvernig birtingarform kynþáttahyggju birtist? Er Muggur laus allra mála? Kannski endurspeglar endurútgáfa bókarinnar bara þau viðhorf sem ríktu þá og ríkja ennþá. Kannski eru þetta viðhorf skyldmenna?
,,En ég held að menn þurfi að hafa meira til síns máls en bandarískt umræðusamhengi til að negla niður rasismann. Hvað gekk Muggi t.d. til? Ten Little Niggers virðist t.d. eftir því sem ég kemst næst hafa verið breskt kvæði en ekki bandarískt, en byggt á bandarísku kvæði sem hét Ten Little Indians. Bæði kvæðin eru samin á hátindi hugmyndafræðilegrar kynþáttahyggju á Vesturlöndum, rétt um 1870. Seinna var kvæðið svo myndskreytt víða um lönd og ég hef haft upp á versjónum á öllum Norðurlandamálum, hollensku, þýsku og frönsku. Leikrit byggt á kvæðinu virðist vera sett upp reglulega í mörgum leikskólum hérlendis og kvæðið er inni á heimasíðum leikskóla sem hluti af efnisskránni og ég veit að það er víða sungið, t.d. á jólaskemmtunum"
Eigum við að afsaka Mugg fyrir þetta og segja sem svo að hann hafi aldrei séð negra holdi klæddur? Mig rámar samt í það Íslendingar hafi nú alveg séð svart fólk, kannski aðallega í Köben eins og Vilhjálmur Finsen nefnir í bók sinni Alltaf á Heimleið eða hinni Enn á heimleið. Man ekki hvor það var ekki en skiptir ekki öllu máli. Þar misbauð Íslendingum að þurfa vera flokkaðir eins ,,negrar" og ínúitar. Væntalega var sú umræðuhefð dönsk - eða kannski íslensk? Eða er umræðuhefð ákveðin flóttaleið til að hylja yfir rökleysi höfundarins? Síðast vissi ég ekki betur en til þess að þær bókmenntir, bókmenntastraumar, kvikmyndir, ljósmyndir og málverk sem bárust til Íslands hafi verið að mestu frá Vesturlöndum, hvort sem var Bretland eða Bandaríkin. Því finnst mér furðulegt að fleygja því fram að skipti einhverju máli hvort að bókin sé samin úr ,,umræðuhefð" Bretlands eða Bandaríkjanna. Enda segir Kristján sjálfur eins og er feitletrað hér fyrir ofan: ,,á hátindi hugmyndafræðilegrar kynþáttahyggju á Vesturlöndum, rétt um 1870". Kallast þetta ekki að skjóta sig í fótinn og þar af auki alhæfa um hvenær sá hátindur var? Til gamans má einnig geta að ef leikrit eða kvæði er samið í Bandaríkjunum hlýtur það að vera bandarískt(nema maður eigi við undirflokk, t.d. bókmenntir Créóle, útlendingur skrifar í viðkomandi landi). Þó svo að það hafi komið út bresk útgáfa þá viðhaldast samt tengslin. Það er líka jafnvel absúrd að reyna villa fyrir svona. Síðast vissi ég ekki betur en til þess að bæði löndin væru enskumælandi - og bæði lönd tóku þátt í þrælaverslun: ,,lifandi umræðuhefð um málið verða menn svolítið æstir og sækja því um leið nánast beint í umræðuhefðina eins og hún hefur t.d. þróast í Bandaríkjunum, þar sem hún er eðlilega hluti af réttindabaráttu svartra, sbr. hina áðurnefndu bloggfærslu Gauta Eggertssonar".
Verð að taka undir með Oddgeiri sem kommentaði hjá mér þegar hann segist ekki skilja hvernig bókin geti bara verið fordómafull í bandarísku samfélagi. Sennilega getur ekki orðin umræðuhefð hér á landi vegna meintrar tilraunar nasista og annarra þjóða til að útrýma Gyðingum í Evrópu, því jú við vorum bara ekki með. Ef bókin Tíu litlir júðar kæmi út þá þætti mér vænt um að sjá Kristján reyna leiða þessi rök áfram. Vil síst endurtaka mig en það væri svona svipað eins og ef kvæði væri sungið á jólin í Evrópu um júða. Þannig er þessi bók um ,,negrastrákana"
Ég leyfi ég mér að segja ,,the shit would hit the fan" ef ,,júðabókin" væri gefin út hér eða annarsstaðar. En því við höfum ekki lent í þessa ,,umræðuhefð" áður þá virðist allt í vera í góðum filing. Hvernig er það heima hjá afkomenda Muggs: grjónagrautur, möndlugjöf, maturinn, pakkar og síðan sungið: Tíu litlir negrastrákar? ,,And for an encore" er lesið úr ræðum forseta Írans og geðsjúklings David Duke um að helförin sé bara lygi? Eru kannski skopmyndir sýndar af gyðingum, svo ekki sé villst um hversu gráðugur kynþáttur þeirra sé í raun og veru? Til gamans væri hægt að syngja kvæðið ,,Sprengjum Ísrael" og bókin gæti verið myndskreytt af Erró?
,,Hvaða þjóðfélagshópar á Íslandi hafa haft beinan hag af kúgun kynþátta í eigin landi?"
Ekki veit ég það. En þarf kynþáttahyggja að birtast sem kúgun; getur hún undir ekki legið í undirmeðvitundinni, brotist fram í skrifum og gjörðum? Er það ekki rasismi að vilja meina fólki sem er öðruvísi á litinn að setjast hér að? Eða að sýna ekki umburðalyndi og tillitssemi?
Annað nærtækt dæmi er úr landi sem ég bjó í þegar ég var ungur, Holland:
http://en.wikipedia.org/wiki/Zwarte_Piet http://people.cornell.edu/pages/bs16/Christmas/6_to_8_black_men.txt
[1] A Pictorial History of The Negro In America
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.