Osor?

Benedikt virðist halda það sé nóg að ávarpa lýðinn og tala um hversu hörmulegt ástandið í heiminum er, en hversu mikið af fólki sem treður sér þangað nennir virkilega að spá í þessu - eða hvað þó gera eitthvað því? Svona inn á milli hátíða er Benedikt að fordæma samkynhneigða og smokka.

Hins vegar er augljóst að þýðandi textarinnar á mbl.is hafi ákveðið að stytta AP fréttina talsvert.

Ég vil aðskilnað kirkjunnar og ríkis sem fyrst. 


mbl.is Páfi segir ekkert jákvætt gerast í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Það er mikilvægt að páfi minnist á þessi atriði. Það að hann beitir sér í þessum málum hefur án efa áhrif og það víða. Værirðu annars til í að nefna heimildir fyrir þessu sem þú segir um fordæmingar á samkynhneigðum?

Ragnar Geir Brynjólfsson, 8.4.2007 kl. 14:41

2 Smámynd: Marvin Lee Dupree

Stefna Vatíkansins:

To chose someone of the same sex for one's sexual activity is to annul the rich symbolism and meaning, not to mention the goals, of the Creator's sexual design. Homosexual activity is not a complementary union, able to transmit life; and so it thwarts the call to a life of that form of self-giving which the Gospel says is the essence of Christian living. This does not mean that homosexual persons are not often generous and giving of themselves; but when they engage in homosexual activity they confirm within themselves a disordered sexual inclination which is essentially self-indulgent.

As in every moral disorder, homosexual activity prevents one's own fulfillment and happiness by acting contrary to the creative wisdom of God. The Church, in rejecting erroneous opinions regarding homosexuality, does not limit but rather defends personal freedom and dignity realistically and authentically understood.

 

The Vatican has made its first major policy announcement since Pope Benedict's election, coming out adamantly against gay men entering the priesthood.

The statement is a reaffirmation of the Pope's reputation for traditional Catholic values. "One must in no way overlook the negative consequences that can derive from the ordination of persons with deep-seated homosexual tendencies," said a statement on the Vatican's website.

The church says practising homosexuals, men with deep-seated homosexual tendencies and those who support gay culture are not allowed to become priests.

Marvin Lee Dupree, 8.4.2007 kl. 17:36

3 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Samkvæmt þessari heimild álítur kaþólska kirkjan samkynja kynmök vera synd en fordæmir ekki samkynhneigð, þ.e. ekki hneigðina sem slíka og heldur ekki samkynhneigt fólk.  Það er mikilvægt að gera greinarmun á þessu. 

Ragnar Geir Brynjólfsson, 8.4.2007 kl. 18:05

4 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Það er enginn grundvallarmunur á þessu Ragnar Geir. Þarna er m.ö.o. verið að segja að þú mátt vera hommi svo lengi sem þú ert ekkert að "hommast". Hverskonar umburðalyndi er það? Fyrir utan það þá veit ég ekki hvernig kaþólska kirkjan ætlar að afsanna samkynhneigð verðandi presta. Ekki mega þeir heldur vera giftir eða stunda holdleg samskipti við konur þannig að þetta virðist fátt annað en yfirvarp. Kaþólska kirkjan er auðvitað þekkt fyrir kynferðislega misnotkun og mannvonsku af ýmsu tagi og með því að formlega banna prestunum samkynhneigð telja þeir sig vera að stemma stigu við stórum hluta þess vandamáls, þ.e. misnotkun ungra drengja.

Hvað varðar þessa grein sem þú vitnar í Marvin Lee Dupree, þá finnst mér fyrirsögn hennar athugaverðust. Páfinn er þarna að tjá sig um ýmis heimsmál (sem er gott og blessað út af fyrir sig) en fyrirsögnin segir bara að hann segi ekkert jákvætt gerast í Írak, eins og það séu einhverjar fréttir útaf fyrir sig. Páfagreyið er sennilega enn að krafsa yfir ummæli sín um Islam þarna í fyrra og er að reyna að sýna umburðalyndi. (E for effort and T for nice try) Það er svosem allt í lagi að hann sé að tjá sig um þessi mál. Þjónar þessi trúður annars einhverjum raunverulegum tilgangi?

Ég segi já við aðskilnaði ríkis og kirkju. Þessi samsuða er löngu úrelt fyrirbæri. 

Laufey Ólafsdóttir, 8.4.2007 kl. 23:10

5 Smámynd: Paul Nikolov

Í samhengi með þessi gaur sakna ég hans Jón Páll II mikið.

Paul Nikolov, 9.4.2007 kl. 00:05

6 Smámynd: Marvin Lee Dupree

Takk fyrir athugasemdina, ég bjóst ekki við að sjá þig aftur en setti þetta bara upp í leti. En jú við skulum rökræða þetta.

 Mér finnst það athyglisvert að þú skulir segja að hún álíti það vera synd, en skuli ekki fordæma syndina. Ef aldrei vitað til þess að kirkjan hafi ekki fordæmt syndina. Er þetta svona I judge the sin not the sinner? Mér finnst þetta vera skondin rök. Annars hlýtur það að vera ákveðin fordæming að fordæma mök á milli fólks af sama kyni. Það hljóta flestir að stunda kynlíf, er það ekki satt? Og hneigðin er jú ekkert annað en sem fer milli tveggja(oftast) einstakling, kynlíf, ást og virðing.

Hvernig ætlar þú að aðskilja kynlífið frá? Þetta er tjáning einstaklinganna. Tjáning syndarinnar hlýtur að vera sjálf syndin og ef þú fremur syndina ert þú að syndga og ert syndgari væntalega? Eða er hneigðin sem slík óviðkomandi innra hugarfar fólks?

Þú fellur bara í gryfju ef þú ætlar að nota rök kristinna manna.

Annars get ég svo sem komið með fleiri heimildir? 

Síðan má auðvitað orða hlutina öðruvísi en merkingin er sú söm. Samkynhneigð er ekki talin vera náttúrleg samkvæmt kaþólsku kirkjuna. 

Marvin Lee Dupree, 9.4.2007 kl. 00:45

7 Smámynd: Marvin Lee Dupree

Laufey, takk fyrir kommentið! Og takk fyrir síðast líka! Sammála þér með því sem þú segir við Ragnar.

Æi, ég veit það svo sem ekki hvaða tilgangi Benedikt eigi að vera þjóna. Kirkjan sem slík er orðin mjög úrelt fyrirbæri - en á þessu óróatímum(þú verður að afsaka það ef ég hljóma klisjukenndur) þá ætti kirkjan að vera sterkt fyrirbæri, í raun og veru ætti hún að sameina viss grunn gildi vestrænnar og austrænnar heimsins, trúaðra og þeirra sem trúa ekki.

Hún ætti að vera fyrirmynd í siðferðismálum. Það er svo margt sem hún gæti tekið afstöðu gegn, til að mynda innflytjendamál, rasisma, barnaþrælkun og þó sérstaklega gegn stórfyrirtækjum sem níðast á þriðja heiminn. Ég hugsa samt að arfleifð Benedikts verði sterkari tengsl rétttrúnaðarkirkjunnar og kaþólsku, en vitaskuld íhaldssemi hans.

 (Ég ætlaði að skrifa : hneigðin er ákveðinn verknaður sem fer milli einstaklinganna í vissum tilfellum; kynlíf, ást og virðing) Erfitt aðgreina þar á milli) Textinn sem ég vísaði í hér fyrir ofan talar um homosexual activity). Þar með ef þú stundar kynlíf þá ert þú eins og Laufey sagði ,,að hommast". Hver er munurin?

Gaman að sjá þig, Paul. 

Marvin Lee Dupree, 9.4.2007 kl. 00:58

8 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Orðið "hommast" átti hér að vera bein þýðing á "homosexual activity" sem er fremur asnalegt orðasamhengi útaf fyrir sig.

Ég er mjög sammála þér Marvin um hvert hlutverk kirkjunnar ætti að vera en því miður finnst mér margir innan hennar frekar setja sig í eitthvert dómarasæti en að starfa af alvöru hugsjón. Sögulega séð er mikið blóð á höndum bæði Kaþólsku og Lúthersku kirkjunnar, einkum varðandi þau atriði sem þú nefnir, og því má setja stórt spurningamerki við hvort þetta sé réttur kandídat til að þjóna slíku hlutverki. Auðvitað eru þó margir prestar sem vilja vel og ég er ekki að draga úr því. Kannski er þetta spurning um að stofna almenn eða alþjóðleg samtök umburðalyndis (í stað kirkjunnar) sem sér um að standa vörð um þessi mál. Það er samt meira að segja það en að gera það!

...og takk sömuleiðis! 

Laufey Ólafsdóttir, 9.4.2007 kl. 01:41

9 Smámynd: Marvin Lee Dupree

Haha, já ég var einmitt að hugsa það sama. Homosexual activity. WTF, segi ég bara. Hljómar eins og um sé að ræða hryðjuverk.  Sé mig fyrir segja hérna í London ,,do you want to engage in heterosexual activities". Held bara að mennirnir innan kirkjunnar sem sömdu þetta ekki í takt við raunveruleikann.

Já, það vill oft vera þannig að fólk verður ofsalega gjarnt á því að dæma, í staðinn fyrir að reyna skilja. Því miður.

Ég er samt voða væminn. Ég tel mig vera kristinn en er á móti stofnunni sem slíkri. Ég vil vita hvenær ,,þú skalt elska náugann" varð að þú þarft að dæma það sem þér finnst ,,siðferðislega rangt". Persónulega gæti mér ekki vera meira sama um kynhneigð fólks, enda kemur mér það ekkert við.

Satt best að segja held ég að þessi leiðindi innan kristinnar trúar séu að miklu leyti sprottin frá andúð á forngríski menningu. En nóg um það. 

Mér finnst samt mun skynsamlegra að kirkjan tæki að sér að einhverju leyti leiða okkur í þessum málum - því jú hún á að vera umburðarlynd og byggjast á hugtakinu ,,caritas". Hún ætti sem sagt meira ,,credit" inni hjá fólki heldur en flest húmanísk samtök. Því jú trú fyrir mér er ekki eintóm undirgefni eða dýrkun á óskilgreindri veru heldur gildismat og leiðarvísir.

Auðvitað er mjög mikið blóð á samvisku kirkjunnar - en um leið er mörg góðverk.  Kannski þarf ný kynslóð að taka við ;).

Marvin Lee Dupree, 9.4.2007 kl. 02:35

10 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Laufey: Kynferðisleg misnotkun barna er ekki bara bundin við kaþólsku kirkjuna, neitt annað trúfélag, þjóð eða þjóðfélagshóp. Þetta er almennt alþjóðlegt vandamál og það viðhorf að útsetja þjóðfélagshóp sem sérlegan handhafa þess vandamáls er ekki sannfærandi.

Marvin: Synd er alltaf athöfn eða athafnaleysi eftir því hvernig á málið er litið.  Hneigðir eða hugrenningar manna eru almennt séð ekki flokkaðar sem athafnir, né heldur athafnaleysi. Samkynhneigð, þ.e. hneigðin ein og sér er því ekki synd. Það sem er litið á sem syndugt er meðverknaður upplýsts vilja sem fullkomnast í athöfn. Viljinn þarf að koma til.

Kirkjan hefur tekið afstöðu í málum á borð við innflytjendamálum, rasisma, barnaþrælkun og stórfyrirtækjum sem níðast á þriðja heiminum. Ég bendi t.d. á vefsetrið www.zenit.org/english og www.asianews.it. Þessi viðhorf ná þó sjaldan eyrum íslenskra fjölmiðlaneytenda því það er helst á stórhátíðum á borð við páskana sem örstuttar tilvitnanir í kirkjuleiðtoga birtast en þá í einstaka fjölmiðli. Bjögunin er því miður stundum reglan. Þú getur t.d. séð umfjöllun Rúv Sjónvarps um trúarathafnir  Filippseyinga sl. þrjú ár hérna: http://www.kirkju.net/index.php/ragnar/2005/03/26/undarlegt_sjonarhorn_i_frett_ruv

Ragnar Geir Brynjólfsson, 9.4.2007 kl. 10:27

11 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Hahahahahahaha!!! Hederosexual activities! Þetta verður pikköpplína ársins! Held ég verði hlæjandi að þessu út vikuna.

En til að ræða í stuttu máli sögu kristinnar trúar þá var náttúrlega Lútherskirkjan tæki kapítalisma (sem er aðalhindrun þriðja heimsins) og í þessari samvinnu átti sér stað samruni ríkis og kirkju. Kaþólska kirkjan studdi og fjármagnaði þrælahald og réttlætti kynþáttamisrétti með Biblíunni svo við tölum ekki um meðferð þeirra á múslimum. Svona mætti lengi telja.

Ég veit að húmanísk samtök koma ekki í stað kirkjunnar enda eru slík samtök hér og þar starfrækt og beita sér í ýmsum málum. Það er í raun sorglegt að það þarf í raun trú til að sameina fólk. Auðvitað "skuldar" kirkjan sem stofnun heiminum ýmislegt og ég held að hún hafi reynt að bæta fyrir syndir sínar á ýmsum sviðum. Þetta er samt flókið, sérstaklega með 3. heiminn, því valdamenn vestursins eru enn að græða á stöðu hans. (Kirkjurnar eru náttúrlega partur af þessu kerfi).

Ég er reyndar trúarlegur anarkisti og þetta ágerist með árunum. Mér finnst ég einfaldlega finna meiri frið með að leita inn á við en út á við. Mér hefur líka alveg tekist að kenna börnunum mínum náungakærleika og virðingu án þess að vitna í Kristna trú. Mér finnst mun betra að kenna þeim að beita gagnrýnni hugsun og hafa almennt umburðalyndi en að hræða þau með tröllasögum. Biblían er þannig að sumt er gott og fallegt í henni, annað mjög slæmt og vafasamt. Ég get ekki með góðri samvisku valið sumt og hunsað annað.

Bið að heilsa London! Bjó þar í mörg ár og sakna hennar stundum sárt
Erum við annars ekki komin ágætlega útfyrir efnið núna? ;)

Laufey Ólafsdóttir, 9.4.2007 kl. 10:37

12 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ragnar Geir! Við höfum greinilega ritað athugasemdir okkar á sama tíma þannig að ég sá þína þegar ég sendi mína... Alla vega, ég sagði aldrei að kaþólska kirkjan væri ein ábyrg fyrir misnotkun barna!!! Hvernig í ósköpunum fékkstu það út?

Það sem þú svarar Marvin er það sem kalla má rökleysu hins þröngsýna. Ég nenni ekki að endurtaka mig svo þú skiljir þetta enda sýnist mér það tímaeyðsla.

Laufey Ólafsdóttir, 9.4.2007 kl. 11:06

13 Smámynd: Marvin Lee Dupree

Ragnar, hneigðin sem slík væntalega leiðir til athafnarinnar sem er talið vera syndug. Eins og ég benti þér á ætla ég ekki að króa mig af í ,,heimspekikerfi" kristinna manna. Ef við höldum áfram gætum við deilt um frjálsan vilja, hvort ásetningurinn hafi verið til staðar ad nauseam. Hneigðin er ekki synd. Það er ekki heldur synd að serða annan mann fyrir mig. Ég trúi ekki á syndir kristinnar kirkju. Trúir þú á syndirnar sjö? Held að við getum ekki komið okkur saman um neitt ef þú ert samþykkur kirkjunni. Sama þó að hneigðin sem slík sé ekki flokkuð hjá þér eða þeim sem synd þá er hneigðin samt forenda fyrir verknaðnum. Á fólk að bæla niður ástinni? Eða trúir þú ekki að samkynhneigt fólk geti elskað? Ég skal lesa þessar síður og segja þér svo hvað mér finnst.

Marvin Lee Dupree, 9.4.2007 kl. 12:45

14 Smámynd: Marvin Lee Dupree

Laufey, sammála öllu sem þú segir. Takk fyrir að kunna meta mína hótfyndni.

Skila einning kveðju í Bloomsbury. 

Marvin Lee Dupree, 9.4.2007 kl. 12:48

15 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Laufey, ég átti við þessi orð þín:

„Kaþólska kirkjan er auðvitað þekkt fyrir kynferðislega misnotkun og mannvonsku af ýmsu tagi..“

Ég andmælti þessu með því að segja að það viðhorf að útsetja kirkjuna sem sérlegan handhafa kynferðislegrar misnotkunar væri ekki sannfærandi. Vissulega hafa einstaklingar hennar gerst sekir um þessa glæpi, sem og yfirhylmingar en að kirkjan sem heild sé dregin til ábyrgðar er viðhorf sem ég mótmæli.  Benda má á að það voru prestar innan kaþólsku kirkjunnar sem að endingu komu því til leiðar að Law kardínáli sagði af sér.

Laufey þú skrifar: „Kaþólska kirkjan studdi og fjármagnaði þrælahald og réttlætti kynþáttamisrétti með Biblíunni svo við tölum ekki um meðferð þeirra á múslimum. Svona mætti lengi telja.“

Ef þessi ummæli eiga að vera trúverðug þá hlýtur að þurfa að fylgja rökstuðningur og vísun í dæmi og heimildir. Sjá t.d. eftirfarandi vefgrein þar sem fjallað er um þrælahaldið. Þar eru öndverð sjónarmið sett fram: 

http://www.kirkju.net/index.php/jon/2006/10/25/p827#more827

Ragnar Geir Brynjólfsson, 9.4.2007 kl. 13:53

16 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Marvin:

„Ragnar, hneigðin sem slík væntalega leiðir til athafnarinnar sem er talið vera syndug.“

Já, í einhverjum tilfellum þá getur hún eflaust gert það. En ekki í öllum tilfellum, þ.e. ekki þar sem viljinn stendur í móti. Þar erum við komnir að hinum frjálsa vilja mannsins og hugleiðingum um hvað sé ást og hvað sé kærleikur.  Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að vinátta og kærleikur geti blómstrað milli tveggja einstaklinga án þess að til komi holdleg mök.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 9.4.2007 kl. 14:01

17 Smámynd: Marvin Lee Dupree

Allt í lagi, þú viðurkennir það. Ert þú að segja að við séum með frjálsan vilja, eða höfum val á því að vera með hann? Ef hann er ávallt til staðar þá er syndin fólgin í því að gera það þrátt fyrir að vera með frjálsan vilja og vita að það sé synd.  Samt er ég búinn að segja þér að ég sé ekkert athugavert við því að velja þessa leið. Þar er aldrei synd. Ertu virkilega að segja mér að samkynhneigt fólk sé ekki syndugt eins lengi og það stundar ekki kynlíf?

Kærleikur og vinátta eru nú oftast uppspretta kynlífs milli tveggja einstaklinga.  Það þarf ekki að vera en af fenginni reynslu veit ég að það er betri upplifun.

Samt, til að vera með allt á hreinu þá vil ég að þú tjáir þig um samkynhneigð.

Marvin Lee Dupree, 9.4.2007 kl. 14:35

18 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Sp: „Allt í lagi, þú viðurkennir það. Ert þú að segja að við séum með frjálsan vilja, eða höfum val á því að vera með hann?“

Svar: 'Maðurinn er dæmdur til að vera frjáls' sagði Jean Paul Sartre, franskur tilvistarheimspekingur. Kenning kaþólsku kirkjunnar er líka að maðurinn hafi frjálsan vilja, þ.e. frjálsi viljinn er vöggugjöf mannsins ef svo má segja sbr. þessa tilvitnun í trúfræðslurit kaþ. kirkjunnar: „Til að það sé mannlegt “verður svarið sem maðurinn gefur Guði í trú að vera sjálfviljugt og því má ekki neyða neinn til að taka trú gegn vilja sínum. Það liggur í eðli trúarinnar að vera frjáls athöfn.” “

Sp: „Ef hann er ávallt til staðar þá er syndin fólgin í því að gera það þrátt fyrir að vera með frjálsan vilja og vita að það sé synd.“

Svar: Já, meðvirkni upplýsts hugar er forsenda syndarinnar.

Sp: „Ertu virkilega að segja mér að samkynhneigt fólk sé ekki syndugt eins lengi og það stundar ekki kynlíf?“

Svar: Já á meðan það stundar ekki samkynja kynmök og lifir hreinlífi. Það er kenning kirkjunnar sem ég er að reyna að útskýra.

„Kærleikur og vinátta eru nú oftast uppspretta kynlífs milli tveggja einstaklinga. Það þarf ekki að vera en af fenginni reynslu veit ég að það er betri upplifun.“

Hamingjan góða, þessu mótmæli ég algerlega! Ég er þvert á móti viss um að fjöldi fólks eru bestu vinir, perluvinir, góðir vinir, eða jafnvel ástvinir án þess að eiga nokkru sinni nein mök né hugrenningar þar að lútandi.

Ég ætla ekki að tjá mig sérstaklega um samkynhneigð hér að öðru leyti en á þann hátt sem orðinn er, þ.e. að ég fæ að njóta gestrisni þinnar til að útskýra kenningu kaþólsku kirkjunnar og koma leiðréttingum á framfæri.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 9.4.2007 kl. 15:36

19 Smámynd: Marvin Lee Dupree

Ég veit fullvel hver Sarte er, þakka þér. En ég svara þér í kvöld eða í nótt, á stefnumót núna.

Hlakka til að heyra meira í þér. Lofa að svara. 

Marvin Lee Dupree, 9.4.2007 kl. 15:47

20 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Kæri Ragnar. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að fara að því að svara þér svo þú skiljir hvað við erum að reyna að segja. Hingað til hefur þú tekið mörg atriði í það marga hringi að ég er ekki viss um að við tölum sama tungumál. Ég sé samt á þeim tilvitnunum sem þú gefur hér að þú ert skoðanabróðir Jóns Vals Jenssonar og þið eigið það sameiginlegt að vitna gjarnan í ykkar eigin skrif (og greinilega skrif hvors annars) sem er nú ekki rökstuðningur að mínu mati. Skrif ykkar eru líka lituð af fastmótuðum skoðunum og við Marvin getum talað okkur blá í framan án þess að það hafi nokkur áhrif. Allt stoppar á trúnni sem hindrar að hugur ykkar nái að sjá heildarmyndina. 

Ég bendi ekki á heimildir aðrar en mannkynssöguna en það sem ég er að vitna í er m.a. saga Mára á Spáni, Saga Karabískahafs-eyjanna, Saga svartra í Ameríku og saga trúboðs og landstuldar í Afríku. Það er ekki nóg að lesa söguna bara frá einu sjónarhorni Ragnar, það þarf að skoða hana frá öllum hliðum. Ég er ekki að segja að kaþólska kirkjan, eða nokkur kirkja sé alslæm, aðeins að benda á ýmislegt sem hefur viðgengist innan hennar. Ólíkt ykkur félögum þá forðast ég að alhæfa.

Ég hef líka lesið ýmislegt eftir Jón Val og veit að þar er ekki heimskur maður á ferð, enda er ég ekki að saka ykkur um heimsku. Þröngsýni er hinsvegar eitthvað sem ég get sakað ykkur um ef marka má skrif ykkar og því ómögulegt að við náum að skilja hvert annað. Það er ekki það að ég skilji ekki rök ykkar, er bara að benda á að slík rök eru ekki gjaldgeng.

...og, jú, kærleikur og vinátta á víst að vera uppspretta kynlífs milli tveggja einstaklinga! Þú hefur greinilega tekið því sem þetta væri alltaf uppspretta kynlífs en það er oftúlkun. Marvin er ekki að segja að það þurfi að stunda kynlíf með öllum sem maður vingast við heldur að þetta sé grundvöllur þess að kynferðislegt samband geti átt sér stað. Ertu kannski ósammála því?

...og (svo lofa ég að hætta ) umburðalyndi gagnvart samkynhneigð svo lengi sem hún er bæld er ekki umburðalyndi í mínum augum heldur kúgun. Ég hef nú líka lesið hvað Jón Valur hefur að segja um sjálfsagðan hlut eins og sjálfsfróun sem ég á ekki til eitt aukatekið orð yfir!

Marvin! Góða skemmtun! 

Laufey Ólafsdóttir, 9.4.2007 kl. 17:15

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Áður en Laufey fullyrðir hér frekar um ágæti sjálfsfróunar, ætti hún að líta á þessa vefgrein um fyrirbærið. Þar sést nú, að ekki er þetta jafneinfalt og hún vill vera láta. Og þrátt fyrir yfirskrift greinarinnar (Masturbation and The Bible) kemur þetta inn á fjöldamargt annað en Heilaga ritningu -- rakin eru viðhorf sálfræðinga og margra annarra hæfra manna til þessa fyrirbæris, allt frá 19. öld og fyrr til okkar daga.

Jón Valur Jensson, 10.4.2007 kl. 01:22

22 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Blessaður Jón Valu! Vissi að það væri aðeins tímaspursmál um hvenær þú kæmir hér inn :)

Fyrir okkur sem höfum frjálsan huga er málið mjög einfalt og sjálfsfróun einkamál manneskju sem er ekki í þínum eða neins annars verkahring að gagnrýna. Greinin sem þú vísar hér í segir mér nákvæmlega ekki neitt (þakka samt fyrir ábendinguna) og get ég ekki séð að um neinar vísindalegar sannanir sé að ræða. Varðandi sálfræðinga og "aðra hæfa menn" þá er ég ansi hrædd um að alvöru sálfræðingar í nútímasamfélagi hafi þegar komist að annarri niðurstöðu enda er það almennt viðurkennt og margsannað að sjálfsfróun er heilbrigð og óskaðleg. (Þarna er þó ekki tekið með í reikninginn að Guð og Jesú séu að fylgjast með, ég viðurkenni það). Ekki er hægt að segja það sama um kynferðislega bælingu.

Laufey Ólafsdóttir, 10.4.2007 kl. 01:55

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég ætlast almennt ekki til þess, að neinn sanni það fyrir mér, að "sjálfsfróun [sé] heilbrigð og óskaðleg," en ég ætlast til þess, að þú gerir það, Laufey: bendir á sönnunina, úr því að þú fullyrðir þetta með svo afgerandi hætti. Sömuleiðis má ætlast til þess af þeim, sem vilja troða þessu hjáfræðafyrirbæri inn í skólakerfið, inn á börn okkar, sem höfum alls ekki beðið um þetta þeim til handa. En þetta er vitaskuld ein hliðin á málstað þeirra, sem vilja kynlífsvæða allt og alla, þ.m.t. valta yfir óhörðnuð skólabörn með bæði homma- og lesbíu-trúboði og nú auðvitað sjálfsfróunarboðskap. Lestu betur í langa plagginu, sem ég vísaði þér á.

Ekki hef ég nú fjallað sérstaklega né ýtarlega um þetta fyrirbæri, þótt á þessari vefslóð hafi verið minnzt á málið, sem sumum fannst mjög umræðuvert. Þar endaði Björn Heiðdal sem oftar á skondinni athugasemd: "Það gengur náttúrlega ekki að kenna börnum sjálfsfróun ef vantar íslenskar rannsóknir sem sýna fram á hollustu þeirra. Ég skora á forráðamenn skólamála að gera könnun á notagildi sjálfsfróunar." Þetta myndi yfirleitt kallast furðuleg tillaga, en svo furðulegir eru tímarnir, að þetta er þvert á móti tímabær tillaga! Vitaskuld gengur það ekki, að skólakerfið sé notað til að troða slíkum viðkvæmnismálum, sem særa blygðunarkennd margra, inn á blessuð börnin og það án nokkurra sannana fyrir "heilbrigði og ágæti" þessa fyrirbæris. Það væri þá alltjent ástæða til að benda á neikvæðu hliðarnar á því máli, sem eru alveg nógu margar. En siðleysingjar margir vilja bara fyrst og fremst koma unglingum til að hefja sem allra fyrst kynlíf og geta ekki haldið kjafti yfir þeirri afstöðu sinni, heldur þurfa að klæða hana í hræsnisbúning samfélagslegrar þjónustu -- er það ekki málið?

Jón Valur Jensson, 10.4.2007 kl. 14:20

24 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Kæri Jón Valur. Það má nú alveg deila um hvað kalla má "hjáfræðafyrirbæri" og hvað ekki og við verðum líklega að komast að þeirri niðurstöðu að vera ósammála um viss grundvallaratriði. Fyrir mér eru tilvitnanir í biblíufræði og skrif fólks sem byggir öll sín rök á þeim fræðum ekki gild sem sannanir fyrir einu eða neinu (nema þá fyrir því að fólk er misjafnt) og mínar fullyrðingar (sem eru almennt viðurkenndar skoðanir) eru álíka jafngildar fyrir þér. Ég get sjálfsagt grafið eitthvað upp hvað varðar sannanir á máli mínu en til þess þarf ég tíma og einlægan áhuga. Ég hef þetta í huga.

Hvað varðar kynfræðslu í skólum, sem þú vitnar hér til, þá er hún ekki til að hvetja ungt fólk til að stunda kynlíf. Þvert á móti. Ungt fólk lætur heldur ekkert segja sér neitt um hvenær það á eða á ekki að byrja að stunda kynlíf og kynfræðsla í skólum er ætluð til að fyrirbyggja að ungmenni skaði sjálf sig og aðra með óábyrgri kynhegðun. Einnig er talað um almenna líkamsstarfsemi sem er nauðsynleg fræðsla. Það er enginn að predika um "ágæti sjálfsfróunar" eins og þú orðar það heldur aðeins að benda á að hún er einkamál hvers og eins og að öllu óskaðleg. Varðandi að "troða þessu inn í skólakerfið" þá átt þú sem forráðamaður fullan rétt á að börn þín séu undanþegin slíkri fræðslu ef hún er þér á móti skapi. Að sama skapi eiga börn okkar hinna fullan rétt á að fá þessa fræðslu frá hæfu fagfólki. Hér er ekki verið að kynlífsvæða eitt eða neitt heldur eingöngu búa ungmenni undir raunverulegt líf.

Þú talar um sjálfsfróun og samkynhneigð sem part af spillingu sem ungt fólk á ekkert að vita af en lítur framhjá hættunni sem fylgir kynferðislegri bælingu sem ykkar fólk er svo hrifið af. Hvað varðar "homma- og lesbíutrúboð" þá finnst mér það fremur skondin athugasemd og lýsa viðhorfi þínu í hnotskurn. Þetta er ekkert trúboð kæri Jón Valur heldur er verið að sporna við fordómum gegn fólki sem hagar sínum einkamálum öðruvísi en þér þykir ákjósanlegt og fyrirbyggja sjálfshatur slíkra einstaklinga.

Ég bið þig fyrir alla muni að benda mér á ábyrgar og nýlegar heimildir sem ekki eru biblíulitaðar máli þínu til stuðnings. Mér þætti slíkt afar áhugavert.

Laufey Ólafsdóttir, 10.4.2007 kl. 17:55

25 Smámynd: Marvin Lee Dupree

Maðurinn er frjáls, það skrifaði Sartre vissulega, en hins vegar átta ég mig ekki á þinni notkun á hans orðum. Eru guðleysingar orðnir talsmenn frjálsa viljans? Nema þú sért kannski að tengja saman Badiou og Kierkegaard eins og Zizek gerir ,,það er erfitt, ef ekki áfall, fyrir mannveru að sætta sig við það að lífið sé ekki eintóm ferli fjölgunar

og nautnar, heldur þjónusta í nafni Sannleikans”? Eða er ég kannski að vinna þína heimavinnu? Ég held það. Eða er þetta kannski bara að þú ert frjáls að trúa þó þú þurftir þess ekki?

 

Kenning kaþólsku kirkjunnar passar engan veginn við þessi orð hans í því samhengi sem þú notar þau. Frjáls vilji er ekki það sama og frelsi. Þú segir að við höfum frjálsan vilja – en væntalega hlýtur þú að trúa því að þessi frjálsi vilji sé tilkominn frá Guði, sbr vöggugjöf. Frelsi Sartres hefur ekkert að gera með það að vera undirgefinn einverri guðlegri veru.

 

,,Guð er dauður”, sagði Nietzche, ekki því að Guð dó allt í einu heldur vegna þess að hugmyndin um guð – og það siðferði sem var orðin rótgróin menningu okkar var smá saman að hverfa, en einnig að rotna.

 

Í fyrsta lagi finnst mér kennisetning kirkjunnar vera gölluð. Þú getur ekki sagt ,,hér er vöggugjöf þín”. Þú skalt ekki gera, þetta matt þú ekki. Þetta þóknast ekki Guði. Samt sem áður ert þú að vísa í það að maður megi vera samkynhneigður, því jú það er frjálst val.

En ef maður elskar eins og Jesú kenndi er maður syndugur því það leiðir ekki til frjógvunar.

 

“Homosexual activity is not a complementary union, able to transmit life; and so it thwarts the call to a life of that form of self-giving which the Gospel says is the essence of Christian living”.

 

Hér er ein mótsögn: Ef kona sem ég sef hjá notar getnaðarvörn erum við að hindra ,,ousia”, eða uppispretta kristins hugsunarháttur. Því jú neðar í textanum stendur reyndar (an inclination)hneigðin sem slík er í raun og veru sjálfselsk tjáning samkynhneigðra. Þá ætla ég að gerast svo djarfur að álykta ef ég ætti t.d. vinkonu sem væri ófrjó væri ég að stunda a rightly ordered sexual inclination – nema hvað ég væri að vera ,,self indulgent”.

Hlýtur það ekki að vera synd?

 

Þar af leiðandi hlýt ég að draga ályktun um að hvert skipti sem ég sef hjá og barna ekki konu er ég að gera eitthvað rangt. Ég hef frjálsan vilja til þess – en samt geri ég eitthvað sem er ,,rangt” og veit betur.

 

Hér með leyfi ég mér að visa í þig og þína mótsögn ,, Já á meðan það stundar ekki samkynja kynmök”. Nei, samkvæmt þessu er kynlíf milli samkynhneigð fólks syndug því hún leiðir ekki til getnaðar. En bíddu ef ég sef hjá stelpu á miðvikudaginn í næstu viku er ég þá ekki að fremja synd? Viltu útskýra þetta betur fyrir mér?

 

Eða er það vegna aþess að aðeins samkynhneigt eða tvíkynhneigt folk getur tjáð sína ást eða losta með þessum syndugum hætti? Þá hlýtur þú og kirkjan að þurfa fordæma þann hóp sem getur aðeins syndgað á þann hátt sem þú telur vera synd. Nema, þú viljir segja mér að að kynlíf almennt sé ekki rangt eins lengi og það er getnaðurlimur og leggöng?

 

Er það bara rangt þegar hneigðin er til manneskju af sömu kyni og maður sjálfur? Hér er fáranleg kringumstæða? Hvað ef ég hefði sofið hjá konu – sem síðar meir reynist vera í raun og veru karlmaður sem fór í aðgerð. Samt segir hún mér það eftir á. Er ég þá syndugur? Með frjálsum vilja og í góðri trú stundaði ég hjá kynlíf með manneskju sem tæknilega séð var karlmaður. Er mér fyrirgefið því ég var ekki upplýstur í meðvirkni slíks syndar? Ég var ekki upplýstur. Er það þitt lokasvar?

 

Þú setur þig gegn samkynhneigð án þess að orða það beint. Mér finnst fátt vera um leiðréttingar, ef eitthvað er finnst mér þetta leikfimi að visaí  úreltar kennisetningar.

„Kærleikur og vinátta eru nú oftast uppspretta kynlífs milli tveggja einstaklinga. Það þarf ekki að vera en af fenginni reynslu veit ég að það er betri upplifun.“

,,Hamingjan góða, þessu mótmæli ég algerlega! Ég er þvert á móti viss um að fjöldi fólks eru bestu vinir, perluvinir, góðir vinir, eða jafnvel ástvinir án þess að eiga nokkru sinni nein mök né hugrenningar þar að lútandi”.

 

Laufey er búin að svara þessu. Annars geta vinir sofið hjá. Slíkt gerist. Veit ekki í hvaða heimi þú hrærist í annars.

Marvin Lee Dupree, 10.4.2007 kl. 18:57

26 Smámynd: Marvin Lee Dupree

Laufey, takk! Þetta var samt bara hittingur! Ég og vinkona mín. Ekki date .

Ef ég fer á date á næstunni vona ég að gerast ekki syndugur! 

Marvin Lee Dupree, 10.4.2007 kl. 19:01

27 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Það er nú gott að vita það kæri vinur. Ég hef varla sofið af áhyggjum yfir þessu. Svona gersamlega syndlaus sjálf

Dettur í hug ein Simpsons klassík: I don't know why I did it, I don't know why I enjoyed it and I don't know why I'll do it again!

Laufey Ólafsdóttir, 10.4.2007 kl. 19:27

28 Smámynd: Marvin Lee Dupree

haha, takk!

 Ég segi nú bara Jebus og eins Reverend Lovejoy sagði ,,Once something has been approved by the Government, it's no longer immoral".

Núna þarf ég hins vegar að fara frá samkynhneigð yfir í ofbeldi.

Marvin Lee Dupree, 10.4.2007 kl. 19:34

29 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ef allir guðsmenn væru nú eins og Lovejoy

Ofbeldi? ég bíð spennt.

Laufey Ólafsdóttir, 10.4.2007 kl. 23:15

30 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

  Laufey: Þú setur mér ekki lítið fyrir að lesa til að finna rökstuðning þinn, sögu Mára á Spáni, sögu Karabíahafs-eyjanna, sögu svartra í Ameríku og sögu trúboðs og landstuldar í Afríku. Værirðu til í að vera örlítið nákvæmari?

Marvin, ég skal renna yfir spurningarnar:

1: Þú segir að við höfum frjálsan vilja – en væntalega hlýtur þú að trúa því að þessi frjálsi vilji sé tilkominn frá Guði, sbr vöggugjöf. Frelsi Sartres hefur ekkert að gera með það að vera undirgefinn einverri guðlegri veru.

Svar: Kenning kirkjunnar er að frjálsi viljinn sé tilkominn frá Guði. Ég geri mér grein fyrir að Sartre var guðlaus. Mér er samt ókunnugt um að hann hafi hafnað frjálsum vilja, enda er tilvist guðs ekki nauðsynleg forsenda til að meðtaka þetta hugtak - þ.e. frjálsan vilja.

2 Í fyrsta lagi finnst mér kennisetning kirkjunnar vera gölluð. Þú getur ekki sagt ,,hér er vöggugjöf þín”. Þú skalt ekki gera, þetta matt þú ekki. Þetta þóknast ekki Guði. Samt sem áður ert þú að vísa í það að maður megi vera samkynhneigður, því jú það er frjálst val.

Svar: Hneigðir eru óháðar viljanum. Þær gera vart við sig og fólk finnur til þeirra.  Það er viljans að grípa inn í og vinna með hneigðinni eða ekki.

3. En ef maður elskar eins og Jesú kenndi er maður syndugur því það leiðir ekki til frjógvunar. 

Svar: Ég átta mig ekki alveg á því hvað þú ert að fara þarna. Getur verið að þú sért að  blanda hugtökum á borð við náungakærleika og fyrirgefningu saman við það þegar hjón gefast hvort öðru í hjónabandi?

4. Hér er ein mótsögn: Ef kona sem ég sef hjá notar getnaðarvörn erum við að hindra ,,ousia”, eða uppispretta kristins hugsunarháttur. Því jú neðar í textanum stendur reyndar (an inclination)hneigðin sem slík er í raun og veru sjálfselsk tjáning samkynhneigðra. Þá ætla ég að gerast svo djarfur að álykta ef ég ætti t.d. vinkonu sem væri ófrjó væri ég að stunda a rightly ordered sexual inclination – nema hvað ég væri að vera ,,self indulgent”.

Hlýtur það ekki að vera synd?

Svar: Allt kynlíf utan hjónabands er synd skv. kenningu kirkjunnar. Ef konan þín er ófrjó en hefur viljandi leynt þig þeirri staðreynd við giftingu þá gætir þú líkast til fengið hjónabandið dæmt ógilt. Ef hún hefur orðið ófrjó eftir giftinguna þá ertu samt bundinn henni til æviloka því þú hefur lofað að elska hana í blíðu og stríðu. Ef í ljós kemur að hún hefur reynst ófrjó fyrir giftingu en ekki vitað af því þá er hjónabandið samt gilt og þú átt að elska hana í blíðu og stríðu. Allur samruni eiginmanns og eiginkonu nýtur blessunar kirkjunnar. Eina skilyrðið er að hjónabandið sé fullkomnað - þú veist vonandi hvað ég á við. Ef ekki tekst að fullkomna hjónaband er líkast til hægt að fá það dæmt ógilt.

5. Þar af leiðandi hlýt ég að draga ályktun um að hvert skipti sem ég sef hjá og barna ekki konu er ég að gera eitthvað rangt. Ég hef frjálsan vilja til þess – en samt geri ég eitthvað sem er ,,rangt” og veit betur.

Svar. Þú átt þá væntanlega við eiginkonu þína. Nei samruni eiginmanns og eiginkonu er ekki syndugur svo lengi sem hann túlkar fullkomna gjöf þeirra hvers til annars, þ.e. að það sem þau aðhafast loki ekki alfarið á möguleikann á lífi.

6. Hér með leyfi ég mér að visa í þig og þína mótsögn ,, Já á meðan það stundar ekki samkynja kynmök”. Nei, samkvæmt þessu er kynlíf milli samkynhneigð fólks syndug því hún leiðir ekki til getnaðar. En bíddu ef ég sef hjá stelpu á miðvikudaginn í næstu viku er ég þá ekki að fremja synd? Viltu útskýra þetta betur fyrir mér?

Svar: Jú að sjálfsögðu værirðu að fremja synd ef þú værir skírður og fermdur kaþólskur og 'svæfir hjá' konu sem þú værir ekki giftur.

7. Eða er það vegna aþess að aðeins samkynhneigt eða tvíkynhneigt folk getur tjáð sína ást eða losta með þessum syndugum hætti? Þá hlýtur þú og kirkjan að þurfa fordæma þann hóp sem getur aðeins syndgað á þann hátt sem þú telur vera synd. Nema, þú viljir segja mér að að kynlíf almennt sé ekki rangt eins lengi og það er getnaðurlimur og leggöng?

Svar: Ég skil þig ekki alveg hérna. Líklega er svarið við þessu komið fram hér að framan.

8. Er það bara rangt þegar hneigðin er til manneskju af sömu kyni og maður sjálfur? Hér er fáranleg kringumstæða? Hvað ef ég hefði sofið hjá konu – sem síðar meir reynist vera í raun og veru karlmaður sem fór í aðgerð. Samt segir hún mér það eftir á. Er ég þá syndugur? Með frjálsum vilja og í góðri trú stundaði ég hjá kynlíf með manneskju sem tæknilega séð var karlmaður. Er mér fyrirgefið því ég var ekki upplýstur í meðvirkni slíks syndar? Ég var ekki upplýstur. Er það þitt lokasvar?

Svar: Allt kynlíf utan hjónabands er synd. Ef mikilvægum persónulegum staðreyndum er leynt fyrir giftingu þá getur það kostað ógildingu hjónabands.

9. Þú setur þig gegn samkynhneigð án þess að orða það beint. Mér finnst fátt vera um leiðréttingar, ef eitthvað er finnst mér þetta leikfimi að visaí  úreltar kennisetningar.

Svar: Ég skrifaði hér inn í góðri trú til að leiðrétta missögn þína í pistlinum um að páfinn væri að 'fordæma samkynhneigð' eins og þú orðaðir það nákvæmlega. Þau viðhorf sem ég hef lýst hér eru viðhorf kaþólsku kirkjunnar eins og mér er gefið að skilja þau og samkvæmt þeim varstu að fara með rangt mál. Hafi ég ofgert gestrisni þinni með því að bera fram leiðréttingu sbr. orðin 'Veit ekki í hvaða heimi þú hrærist í annars.' þá bið ég þig afsökunar en þau viðhorf sem hér er lýst eru viðhorf fjölda fólks um heim allan. Vera má að þau séu ekki áberandi í þínum heimi en ef þér þykja þessar skýringar ekki eiga heima á þinni síðu láttu mig þá endilega vita og ég skal draga mig í hlé.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 10.4.2007 kl. 23:57

31 Smámynd: Marvin Lee Dupree

Satt best að segja held ég að við komumst ekki lengra.  Þú mátt svara mér eins og þú vilt, en missögn eða misskilningur held ég nú síður.

Ég hef margssinnis sofið hjá konu utan hjónabands. Hef átt kærustur og sérstakar vinkonur. Hef aldrei litið á það sem synd enda erum við ekki kaþólsk. Ekki ég og veit ekki til þess að þjóðin sé það.

Ég dreg mér bara hér úr leik þar sem ég er ,,stórsyndugur" maður og ætla mér svo sannarlega að halda því áfram. Þínar skýringar eiga fullt erindi inn á þessa síðu. Ég trúi á málfrelsi, Ragnar minn.

Ég bara átta mig á því að það er enginn hljómgrunnur milli okkar. Held samt að þegar ég gef mig á tali við heimilislaust fólk og gef því fólki peninga eða þegar ég styrki góðan málstað að ég sé að breyta rétt, þ.e. ég er að hafa caritas að leiðarljósi. Ef ég tryði á Guð þá held ég því virkilega fram að hann myndi dæma mín góðverk og minn náungakærleik en ekki mitt kynlíf.

Mér finnst meiri synd að fara í stríð og verra að gagnrýna fólk fyrir einhverjar hneigðir sem eru eðlislægar. Samkynhneigð er að finna í manninum og dýrunum og frá mínum bæjardyrum verður hún aldrei synd því ég trúi ekki á boð og bönn kaþólsku kirkjunnar enda er ég meira fyrir boðskap Jésu eins og ég skil hann og jafnframt vel raunvísindi, listir og heimspeki fram yfir orð kaþólsku kirkjunnar. Enda hefur margt verið talið vera synd í gegnum tíðina. Satt best að segja færi meirihluti þjóðarinnar til helvítis samkvæmt þessum kennisetningum sem þú vísar svo oft í.

Vitaskuld er frjáls vilji til með eða án Guðs. En þar sem trúi ekki á Guð get ég ekki skilið hvernig kenning kirkjunnar, sem er jú ,,kenninsetning" sé marktæk sem slík. Frjáls vilji sem er gjöf frá Guði, til þess gefin til að hjálpa okkur að yfirvinna þær hneigðir sem eru syndugar því þær leiða ekki til barneignir sem er jú samt refsing Evu í Genesis, eða að minnsta kosti að hún fyndi hræðilega til. Hver veit. Þarf að glugga í Biblíunni aftur. Er þó meiri áhugamaður um Septúagintuna. Efast um að Sartre hafi neitað hugtakinu - mig grunar þó sterklega af því sem ég hef lesið eftir hann og um hann að hann hefði ekki samþykkt það að frjáls vilji sé gjöf Guðs - og þar af leiðandi að frjáls vilji sé notað til að bæla niður náttúrlegri hegðun. 

Ótrúlegt en satt þá er ekki til ein algild skilgreining á caritas eða kærleik. Ég var að benda þér á það án þess að vera orðljótur, að það sé hægt að sofa hjá manneskju og þykja vænt um hana en samt leiðir það ekki til hjónabandar eða barna. Hitt og heldur. En þú munt væntalega vísa enn og aftur í boð og bönn kirkjunnar. Þar greinir okkur á.

Ég á ekki eiginkonu. Ef ég veit ef ég gifti mig mun ég sennilega vera ástfanginn og ég efast um að hún myndi þurfa leyna mér því að hún gæti ekki eignast börn. Ég veit bara að hún myndi ekki þurfa kvíða þess. Ég myndi elska hana því hún myndi væntalega gefa mínu lífi gildi( eitthvað sem frjáls vilji leyfir manni að gera, ekki ,,Guð"). Maður öðlast ró með því að hjálpa náunganum og rétta sáttarhönd en ekki fordæma eða vitna í úreltar skoðanir stofuns. Ég fyrir mína muni mun aldrei fordæma kynlíf einstakling nema það sé siðferðislega rangt eins og t.d. að þröngva sér upp á konu eða barn.

Að minnsta kosti í þeim menningarheimi sem við búum nú í. Þetta var öðruvísi í þeim heimi sem Páll póstuli lifði og hataðist svo mikið út þó að hann hafi séð sig fært um eins og margir í Nýja Testamentinu að hnýta í en um leið stela frá þeirri arfleifð grísks-rómverskar heims.

Að fullkomna hjónaband er orðið firrt hugmynd. Ef ég kynnist konu og verð ástfanginn, er hún syndug því hún hefur sofið hjá áður en ég ekki? Hvers konar kærleikur er það? Frá þessum skrifum þínum, þ.e þínum tilvísunum fæ ég ekki annað en séð að móðir mín hafi verið syndug hóra þegar hún átti systur mína en ekki syndug því hún átti mig í hjónabandi.

Og nei ég átti ekki við konuna mína - átti við allar þær konu sem ég hef legið hjá og haft næturstundargaman með. Mér þótti það bara frekar gaman og sé ekkert syndugt við það.  En vitaskuld er ég ekki skírður og fermdur sem kaþólskur maður. Er þó fermdur og skírður. Lét ferma mig því mig langaði í veraldlega hluti á þeim tíma og hætti að trúa á Guð þegar ég var 10 ára. Persónulega finnst mér það gott, hætti að trúa á Jólasveininn fyrr. 

Samt hljóta margar kaþólskar stúlkur í Bandaríkjunum að vera syndugar því þær stunda endaþarmsmök og munnmök til þess eins að forðast það að ,,fullkomna" ekki hjónabandið utan hjónabands. Þetta er algengt fyrirbær þar. Lifa þær í blekkingu?

Marvin Lee Dupree, 11.4.2007 kl. 00:59

32 Smámynd: Marvin Lee Dupree

Lovejoy er æði.

,,Ofbeldið" er að finna hjá Jóni Val. Ég treysti mér ekki í umræður um sjálfsfróun. Enda var ég unglingur einu sinni - segi ekki meir.

Marvin Lee Dupree, 11.4.2007 kl. 01:08

33 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég er viss um að þú bjóst ekki við þessari öflugu umræðu þegar þú skrifaðir þennan pistil ..og þú hefur orðið fyrir guðdómlegu ofbeldi.  

Ekki nóg með að ég sé alveg stórsyndug kona, eigandi 2 börn með 2 mönnum og aldrei verið gift (og með þessum orðum endurtek ég Bart Simpson), heldur er ég þar að auki orðinn sérstakur talsmaður sjálfsfróunar og klámvæðingar (ef marka má Jón Val) Jón valur setur vitanlega alla óæskilega kynhegðun í sama poka, sjálfsfróun, samkynhneigt atferli, kynlíf utan hjónabands... ég vil ekki nefna fleira.

Ég veit samt ekki alveg hvort er verra, að stunda kynlíf utan hjónabands og geta af því börn eða gera slíkt hið sama og geta ekki börn. Ég er sennilega komin út á hálan ís hér. Gott ég er ekki kaþólsk.

Ragnar spyr: Laufey: Þú setur mér ekki lítið fyrir að lesa til að finna rökstuðning þinn, sögu Mára á Spáni, sögu Karabíahafs-eyjanna, sögu svartra í Ameríku og sögu trúboðs og landstuldar í Afríku. Værirðu til í að vera örlítið nákvæmari?

Ragnar! Ég legg til að þú takir þér tíma og lesir. Þú talaðir sem þú hefðir þekkingu á þrælahaldi svo ég gerði ráð fyrir að þú vissir um hvað ég væri að tala. Og annað, þú vitnar þarna að ofan í pistil skrifaðan um páskahátíðina á Fillippseyjum. Hvernig urðu Fillippseyjar kaþólskar? Jú, þær urðu spænsk nýlenda á þeim tíma sem Spánn var á valdi kaþólsku kirkjunnar. Svo mikið fyrir sakleysi þeirrar ágætu kirkju af þrælahaldi og nýlendustefnu. Rómanska Ameríka? Lútherska kirkjan og kapítalismi ber víst mesta ábyrgð á N-Ameríku. Afríka varð verst úti þar sem ráðist var að henni frá öllum vígstöðvum.

Laufey Ólafsdóttir, 11.4.2007 kl. 02:06

34 Smámynd: Marvin Lee Dupree

Nei, alls ekki. Skrifaði þetta bara eins og sagt er á ensku ,,in passing". Þannig það er eins gott að ég fari ekki að stunda það að skrifa pistla. 

Merkilegt nokk.  Verð samt að segja eitt. Eru mormónar þá útsendarar Satans eða svona ,,góðir kaþólikkar"? Verð bara gáttaður á öllu.  Kannski vantar mig svefn en þetta bull í mér minnir mig á bókina Half is Half: Writers Growing Up Biracial + Biculture. Snilldarbók, misgóð skrif en sumt er æði. Mæli með henni svo við tölum um eitthvað jákvætt og uppbyggilegt.

Við erum syndugir bloggvinir, jafn syndug að því sem mér sýnist. Mér sýnist við samt vera voða ágæt samt.

Ég veit þó eitt - ef Guð er til og ég fengi að hitta hann þá myndi ég segja þetta nú bara ,,I thought that was the practice test!"

Meina hvað er það versta sem getur gerst? Hef alltaf þótt mun meira til Helvíti verk Bosch heldur en Garden of Heavenly Delights eða Paradís. Enda hlýt ég að vera eitthvað....

Veit líka eitt ef eiginkona mín ætti að eignast börn í hvert sem við ,,háttuðum okkur" tæki því varla af fara heim úr spítalanum! Held að tilvonandi eiginkonan mín sé bara glöð að ég sé ekki kaþólikki.

Vá, og meiri list. Hefur þú séð nunnumyndina eftir Velazquiez? 

Þetta er kaþólska kirkjan fyrir mér. Verð samt að játa að ég hef miklar mætur á þessari reglu og stofnanda hennar. Nú er ég hættur að vera með ,,guðlast" í bili!

Marvin Lee Dupree, 11.4.2007 kl. 02:59

35 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Nunnan er flott finnst hún taka ansi vígalega á krossinum en það eru sennilega ástæður fyrir því enda með Biblíuna í hinni... og minnst á Biblíuna þá held ég að ég taki lesábendingunnni þinni frekar. 

Góðar sálir leynast greinilega oft í syndugum líkömum... og öfugt sýnist mér. Ég fer ekki fleiri orðum um það. Vorum við ekki öll sköpuð með okkar kosti og galla? Þetta minnir mig á vafasaman brandara sem ég fékk í e-mail í dag... ætla ekki að henda honum hér inn  ...the audience may not appreciate it.

Ég er þeirrar trúar að Guð gefi engum vald til að tala "hans" máli. "Look within" hefur yfirleitt verið mín leiðsögn. Það er kannski misskilningur. Guðlast? Ég hef ekkert guðlast heyrt frá þér enn kæri jafnsyndugi bloggvinur.

Laufey Ólafsdóttir, 11.4.2007 kl. 16:37

36 Smámynd: Marvin Lee Dupree

Er svo sammála þér, rækta sinn garð og jafnvel að hjálpa öðrum að vökva en ekki að reyna banna tómatarækt annarsstaðar

Já, klikkað málverk. Face to face er konan mögnuð. 

Hehe, það er málfrelsi hér! Skelltu honum hingað! En já, mjög satt hjá þér.   

Marvin Lee Dupree, 11.4.2007 kl. 17:54

37 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Marvin, gott er að heyra að þú hefur mætur á Franskiskanareglunni og stofnanda hennar hl. Frans frá Assisi. Saga hans er merkileg og allir sem vilja kynna sér menningarsögu Evrópu ættu ekki að láta ævisögu hans ólesna.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 11.4.2007 kl. 21:50

38 Smámynd: Marvin Lee Dupree

Rétt er það.

Stórmerkilegur maður.

Marvin Lee Dupree, 11.4.2007 kl. 22:46

39 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Öll saga er merkileg því hún gefur okkur skýringar á af hverju heimurinn er eins og hann er.

Marvin, brandarinn er útfyrir umræðuefnið, minnti mig bara á það sem ég sagði um að við værum sköpuð með okkar kosti og galla. Ég er að setja tölvupóstfangið mitt á síðuna mína, sendu mér póst og ég skal senda hann á þig... ef þú ert forvitinn

Laufey Ólafsdóttir, 11.4.2007 kl. 22:53

40 Smámynd: Marvin Lee Dupree

Rétt er það. Nú erum við öll komin út fyrir efnið og það má svo sem. 

http://www.imdb.com/title/tt0060138/

Þessi hefði mátt vera sýnd um páskana. Er ég kannski bara of artí-fartí? 

  • Skal gert.  Eins gott að hann sé góður. Mig vantar að heyra góðan.

Marvin Lee Dupree, 11.4.2007 kl. 23:02

41 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Laufey. Þú ert búin að fá svar: [Tengill]

Marvin þú skrifar: „Mér finnst meiri synd að fara í stríð og verra að gagnrýna fólk fyrir einhverjar hneigðir sem eru eðlislægar..“

Svar: Stríð eru vissulega ámælisverð og Jóhannes Páll II páfi beitti áhrifum sínum bæði til að stöðva kalda stríðið sem og stríðið í Afghanistan en varð lítið ágengt. Benedikt páfi notaði einmitt þessa páska til að mæla gegn stríðinu í Írak. Hér geturðu líka lesið frétt um að kaþólskir biskupar á Bretlandseyjum mótmæla kjarnorkuvopnum: [Tengill].

Hvað hneigðirnar varðar þá eru ýmsar hneigðir til staðar í fólki sem við samþykkjum ekki í samfélagi okkar og teljum ámælisverðar.  Dæmi um það er t.d. ofát, ágirnd, drykkjuhneigð eða barnagirnd. Allar þessar hneigðir geta búið í fólki í mismiklum mæli. Allar eru þær bældar niður og sæta höftum og ætlast er til að fólk bæli þær, þ.e. beiti vilja sínum gegn þeim. Hvaða hneigðir eru samþykktar er háð samfélagslegu samþykki og spurningin er ekki hvort línan sé dregin heldur hvar hún sé dregin, þ.e. hvað er talið eðlilegt norm og hvað ekki.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 12.4.2007 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband