9.4.2007 | 05:20
Kundera
Í fyrsta lagi ætla ég ekki einu sinni að byrja á því að nefna hversu firrt það er að hafa hafa boðist til að senda herflugvélar yfir Teheran.
Það sem mér fyndast er að núna græðir Faye Turney sem var í varðhaldi 100.000 þúsund pund, en meðallaun sjóliða á ári eru um 30.000 þúsund pund. Ekki slæmt það að hafa þurft að dúsa nokkra daga í Íran, síðan fékk hún að hitta forseta Írans, græðir 100.000 þúsund pund og er fræg í tvær vikur.
Og þegar hún fór þaðan fékk hún ný föt, nammi og ýmsar gjafir. Þetta minnir mann óneitanlega á strákanna frá Birmingham sem fóru í heimsókn til Pakistans og kíktu yfir til Afghanistan og enduðu upp í Guatanamano Bay. Eftir þeim var sleppt fengu þeir Big Mac, Pizza Hut og aðgang að bandarísku sjónvarpsefni.
Ekki fá íranskir fangar CIA svona skemmtilegheit. Eru bara kallaðir rugludallar.
![]() |
Bandaríkjamenn buðust til að hræða Írani í deilunni við Breta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kemur ekki á óvart, enda BNA 'vöðvi hins frjálsa heims'...
Hvað varðar rappskrifin þín hérna neðst á síðunni minnir þetta mig meira á klámumræðuna sem var í gagni fyrir skemmstu en nokkra umræðu um Íslam (sem heitir ekki Íslamstrú, Íslam eitt og sér nægir; 'Undirgefni við Guð/Allah')
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 9.4.2007 kl. 16:33
Haha, rétt. Þetta var skot á Sóleyju.
Marvin Lee Dupree, 9.4.2007 kl. 17:24
Erum sammála í þessu allavega!
Marvin Lee Dupree, 9.4.2007 kl. 17:54
Þetta er nú meiri skrípaleikurinn.
Laufey Ólafsdóttir, 10.4.2007 kl. 00:18
Guð hvað ég hlakka til nóvember 2008 mikið. Samt vildi ég gjarnan að sjá eina gamli góður demokrati eins og Jimmy Carter, í stað þessar miðjustefnademokratar sem eru í framboði núna.
Mín skoðun er sú - og ég held að ég er ekki einn í þessu - að hundur sem kann að gelta í Morse væri betra forseti en Bush.
Paul Nikolov, 10.4.2007 kl. 15:25
Já, alveg rétt hjá þér. En ég held að allt sé skárra en Bush. Allt.
Hehe, er líka sammála þér. Sá hundur ætti allavega skilið meira enMBA frá Yale þá.
Arngrímur: Mikið rétt, mikið rétt.
Marvin Lee Dupree, 10.4.2007 kl. 19:06
Persónulega væri ég til í að sjá Libertarian í anda Jefferson...
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 11.4.2007 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.