Færsluflokkur: Bloggar
10.4.2007 | 21:10
Zeta
Ég man þegar ég var að skrifa ritgerðir og annað slíkt í Bókmenntafræði á sínum tíma. Maður sat nóttina áður allur sveittur og áhyggjufullur. Eitt skipti, ekki man ég ég af hverju, þá skrifaði ég z í staðinn fyrir s. Mér til mikillar furðu minntist kennarann á þetta. Ég gat ekki annað en hlegið og sagt: ,,já ég veit ekki af hverju ég gerði þetta". En þetta var sennilega því mér þótti það fyndið einu sinni og var alltaf að gera það og af einhverri ástæðu læddist hann inn í aftur.
Ekki ætla ég að hallmæla Ingvari Gylfasyni, en að mig minnir þegar hann sjálfur spurður hvenær ætti að beita reglunni varð honum fátt um svör. Því spyr ég: af hverju skrifa svona margir í Frjálslyndaflokknum, eða sem voru í Framfaraflokknum með stafnum z? Kannzki bara ég sem er að bulla?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2007 | 05:20
Kundera
Í fyrsta lagi ætla ég ekki einu sinni að byrja á því að nefna hversu firrt það er að hafa hafa boðist til að senda herflugvélar yfir Teheran.
Það sem mér fyndast er að núna græðir Faye Turney sem var í varðhaldi 100.000 þúsund pund, en meðallaun sjóliða á ári eru um 30.000 þúsund pund. Ekki slæmt það að hafa þurft að dúsa nokkra daga í Íran, síðan fékk hún að hitta forseta Írans, græðir 100.000 þúsund pund og er fræg í tvær vikur.
Og þegar hún fór þaðan fékk hún ný föt, nammi og ýmsar gjafir. Þetta minnir mann óneitanlega á strákanna frá Birmingham sem fóru í heimsókn til Pakistans og kíktu yfir til Afghanistan og enduðu upp í Guatanamano Bay. Eftir þeim var sleppt fengu þeir Big Mac, Pizza Hut og aðgang að bandarísku sjónvarpsefni.
Ekki fá íranskir fangar CIA svona skemmtilegheit. Eru bara kallaðir rugludallar.
Bandaríkjamenn buðust til að hræða Írani í deilunni við Breta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
9.4.2007 | 03:34
Yes, það er kúl að vera latínu og Star Wars nörd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2007 | 13:57
Osor?
Benedikt virðist halda það sé nóg að ávarpa lýðinn og tala um hversu hörmulegt ástandið í heiminum er, en hversu mikið af fólki sem treður sér þangað nennir virkilega að spá í þessu - eða hvað þó gera eitthvað því? Svona inn á milli hátíða er Benedikt að fordæma samkynhneigða og smokka.
Hins vegar er augljóst að þýðandi textarinnar á mbl.is hafi ákveðið að stytta AP fréttina talsvert.
Ég vil aðskilnað kirkjunnar og ríkis sem fyrst.
Páfi segir ekkert jákvætt gerast í Írak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (41)
8.4.2007 | 13:46
Alhæfingar
Bloggar | Breytt 9.4.2007 kl. 02:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.4.2007 | 10:13
Bush og Exxon
Ætli þeir reyni að losna við hann núna rétt eins og þeir gerðu við Watson, sem var formaður á undan Pachauri?
Kannski að andstæðingar umhverfssinna ættu að kíkja í heimsókn til Liucunzhen.
Samkomulag náðist um loftslagsskýrslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2007 | 16:23
The Good Old Days 1994-1998
Stundum sakna ég þess þegar það tók kórter að sjá eina mynd, og að heyra í ískrandi 56 kb módemi - og að sjálfsögðu sakna ég Netscape vafrans þó að Firefox sé bara stórfínt forrit. Napster var líka himnasending á sínum tíma.
50 merkilegustu tækniundrin valin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2007 | 16:15
Spurningar
Af hverju tók svona lengi að svara útkallinu?
Hvaða fífl eru að kaupa síma og almennt að kaupa stolnar vörur? Því jú, mér finnst frekar vanta í þannig fólk heldur en fólk sem er háð eiturlyfjum - þó mun ég ekki gera ráð fyrir því að árasarmaðurinn hafi verið í dópi.
Barinn og rændur í hjólastól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2007 | 13:37
Hæfniskröfur
Bíddu nú við, ég hélt að maður þyrfti að vera andlega vanheill til að verða einræðisherra. Er ég eitthvað misskilja? Þannig að Stalín, Hitler og Maó voru bara ekkert geðveikir? Já, einmitt.
Allavega, kannski að maður gluggi í þýðingar hans seinna meir.
Sonur Maos Zedong borinn til grafar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2007 | 15:18
Undursamleg tækni
Með tilkomu bloggsins hjá Morgunblaðinu hefur nú flóðgátt verið opnuð handa vitleysingum sem skrifa á netinu. Þar á meðal ég en mín vitleysa er post modernísmi og er því afsakanleg.
Ef þið viljið lesa pínleg en þó sorgleg skrif mælið ég með hrydjuverk.blog.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)